Áburður og girðingarstaurar sigla í höfn

Vorið er komið samkvæmt dagatali og er verið að skipa upp áburðinum okkar og girðingarstaurunum í þessum skrifuðu orðum. Áburðar útkeyrslan mun svo hefjast strax eftir helgina og gefum við okkur um það bil viku í að koma honum heim í hlað. Það er alltaf gleðilegt að sjá höfnina okkar fyllast af vörum sem minna á vorið og sumarið.

Kaupfélagið sendir áburðarkveðjur til núverandi, fyrrverandi og verðandi viðskiptavina sinna og minnir á að það er heitt á könnunni og sölumennirnir okkar taka vel á móti öllum erindum, í KVH er nánast allt til sem snýr að búskap og ef það er ekki til þá er því langoftast kippt í liðinn eins fljótt og auðið er.

Sjáumst í KVH.