Þann 17. janúar sl var undirritaður leigusamningur milli Vinnumálastofnunar og Kaupfélags Vestur Húnvetninga (KVH) um áframhaldandi leigu skrifstofuhúsnæðis undir starfsemi Vinnumálastofnunar á Hvammstanga til næstu 10 ára. Jafnframt hefur KVH samþykkt að ráðast í breytingar á húsnæðinu á árinu 2024 að ósk Vinnumálastofnunar. Breytingarnar fela m.a. í sér nýtt loftræstikerfi, öruggara vinnurými starfsfólks, vinnurými verða opin, næðis- og viðtalsrými verða sett upp ásamt því að kaffistofa og fundarherbergi verða stækkuð.
Á meðfylgjandi mynd eru f.h. KVH Gunnar Þórarinsson stjórnarformaður KVH, Björn Líndal Traustason fráfarandi kaupfélagsstjóri og Þórunn Ýr Elíasdóttir nýráðin kaupfélagsstjóri og Leó Örn þorleifsson og Þórdís Helga Benediktsdóttir frá Vinnumálastofnun.