KVH vill vekja athygli á landsliði kjötiðnaðarmanna og leggja sitt að mörkum til að hjálpa þeim að komast á alþjóðlegar keppnir. Ein af fjáröflununum þeirra að þessu sinni var að útbúa sælkerapylsur sem eru svo sérframleiddar af Ali. Við hjá KVH fengum leyfi til að selja þessar pylsur ásamt Bónus og fögnum við því. Landsliðið var stofnað árið 2018 og hefur keppt einu sinni í Sacramento og lentu þá í 9.sæti af 16 liðum. Á vormánuðum 2025 stefna þeir á heimsmeistakeppnina í Challenge í París og er þessi pylsusala liður í að safna fyrir þeirri ferð. Hægt er að kynna sér landslið kjötiðnaðarmanna betur á FB síðunni þeirra ef áhugi er fyrir því.
Föstudaginn 19.júlí kom fyrsta sending af pylsunum til okkar í KVH í hús og seldust þær upp á skömmum tíma, við munum fá aðra sendingu strax á morgun.
Það gleður okkur að geta vakið athygli á þessu frábæra landsliði og enn glaðari erum við yfir góðum viðtökum á pylsunum.
Áfram Landsliðið og áfram við í KVH