Nautakjöt úr héraði

Kaupfélag Vestur Húnvetninga hefur um árabil boðið viðskiptavinum sínum uppá fjölbreytt úrval af lambakjöti á mjög góðum kjörum enda afurðir heima úr héraði. Einnig höfum við boðið uppá folaldakjöt í ýmsum útfærslum frá Sláturhúsi KVH. Við erum því stolt af að geta nú boðið uppá nautakjöt heima úr héraði. Hægt verður að fylgjast með bæði á heimasíðu okkar og á Fésbókinni þegar nautakjötið kemur í sölu en annars munum við að öllu jöfnu reyna að eiga frosið.

Von er á fersku nautakjöti um miðjan júlí en nú þegar eru frosnar nautalundir, sirloin og innralærisvöðvar ásamt ýmsum öðrum steikum komið í sölu og 140gr hamborgarar bætast við eftir helgi. Nautakjötið kemur frá Bæ í Hrútafirði.

Frábærar viðtökur hafa verið við Mumin, Línu og Emil vörunum okkar og er fyrsta sendingin okkar nánast að verða búin en örvæntið ekki því meira nýtt mun bætast við strax eftir helgina.

Við minnum líka á að við erum að bjóða girðingarefni á frábærum verðum og hvetjum alla sem þurfa á slíku að halda að hafa samband við sölumennina okkar.

Við vonumst til að þessar frábæru viðbætur og góðu verð leggist vel í mannskapinn og hlökkum til að sjá ykkur í KVH.