Sendibíllinn merktur

Nú má sjá "nýja" sendibíl KVH vel merktan á rúntinum með varning frá KVH. 

Við erum ánægð með útkomuna á þessum merkingum og vonandi fellur hún vel í kramið hjá öllum okkar velunnurum. Einnig er komin "nýr" gluggi á austurhlið KVH sá fyrsti af sex. Næsti gluggi er væntanlegur fyrir páskana og við stefnum á að vera búin að endurnýja alla gluggana í lok sumars eða allra síðasta lagi í haust. Það var reynt að fara eftir sem flestum uppástungum sem fram komu í glugga hugmyndakeppninni og við vonumst til að íbúar verði ánægðir með það sem upp kemur. Endilega lítið eftir nýjum gluggum þegar þið eigið leið um KVH.