Stefnan er að allar vörur verslunarinnar verði merktar með rafrænum hillumiðum og er sú vinna hafin. Vörur hafa líka verið að flytja sig um set og verið er að koma þeim á sinn framtíðarstað. Við þökkum fyrir skilning sem okkur hefur verið sýndur á þessum breytingum og minnum á að merkingar og hillumiðar geta verið í "örlitlu" rugli þessi misserin. Ekki hika við að heyra í starfsfólkinu okkar ef þið hafið spurningar varðandi verð eða staðsetningu vörunnar sem leitað er að.