Yfirlýsing frá stjórn vegna málefna SKVH

Í ljósi réttaróvissu eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-420212024, þar sem segir að breyting búvörulaga lög nr.30/2024 hafi strítt gegn 44.gr stjórnarskrárinnar, samþykkir stjórn KVH að fresta allri ákvarðanatöku um tillögur / hugmyndir að breyttri starfsemi í SKVH. Tillagan var að hætta slátrun hjá SKVH en auka kjötvinnslu og yrðu þá að a.m.k. 25 heilsársstörf í húsinu. Jafnframt er ekki tilefni til að halda fulltrúafund á næstu vikum vegna þessa eins og stefnt hafi verið að.

Stjórn KVH